Fréttir
Sveinki og börnin. Ljósm. sá

Ljósum skrýtt jólatré í Hólmgarði

Í gær voru ljósin tendruð á jólatrénu í Hólmgarði í Stykkishólmi. Kvenfélagið seldi heitt súkkulaði og smákökur og hélt einnig sinn árlega basar. Nemendur 1. bekkjar tendruðu ljósin á trénu og jólasveinar mættu. Létu hvorki þeir né gestir veðrið á sig fá en það blés nokkuð hressilega um Hólminn. Það voru nemendur í þriðja bekk grunnskólans sem fóru nú á dögunum í Sauraskóg og völdu jólatréð. Það gerðu þau í samvinnu við Björn Ásgeir Sumarliðason formann skógræktarfélagsins.