Fréttir
Smári Jónsson og dóttir hans, Kristbjörg Smáradóttir Hansen. Ljósm. Kolla Ingvars

Listamarkaðurinn Gefum ljós var haldinn á Akranesi

Um liðna helgi var listamarkaður til styrktar Ljósinu haldinn á Akranesi. Markaðurinn var haldinn í húsnæði FEBAN við Dalbraut. „Þetta var einstök upplifun og ég er svo þakklátur öllum þeim sem mættu á markaðinn og lögðu söfnuninni lið með því að kaupa listaverk, lakkrís, harðfisk, leggja fram frjáls framlög og gerast Ljósavinir. Yfir markaðnum sveif mikil hlýja og kærleikur og svo ótal margir höfðu sögur að segja okkur, bæði sem aðstandendur og þiggjendum þjónustu Ljóssins sem er einstök, sögur af baráttunni við krabbamein, margar um sigra í baráttunni og einnig sögur þeirra sem töpuðu baráttunni,“ sagði Smári Jónsson skipuleggjandi markaðarins.

Listamarkaðurinn Gefum ljós var haldinn á Akranesi - Skessuhorn