
Gasmengunarspá Veðurstofu Íslands, fyrir klukkan 12.00 í dag. Kort: Veðurstofa Íslands.
Gasmengun gæti náð til Snæfellsness í dag
Spáð er vestanátt í dag sem dreifir gosmengun til austurs. Áhrifasvæði gasmengunar frá eldgosinu við Sundhnúksgíga nær allt frá sunnanverðu Snæfellsnesi og að Hellu í dag. Í gasmengunarspá Veðurstofunnar sést hvernig mengunina leggur frá gosinu í norður núna í morgun. Síðdegis er útlit fyrir að vindur snúist og þar af leiðandi dreifing gosmengunar. Hægt er að skoða gasmengunarspá á vef Veðurstofunnar.