Fréttir

Barnabætur verða fyrirframgreiddar á fæðingarári barns

Barnabætur verða frá og með næsta ári einnig fyrirframgreiddar á fæðingarári barns í samræmi við nýja reglugerð fjármála- og efnahagsráðherra sem tekur gildi 1. janúar nk. Í núverandi barnabótakerfi tekur greiðsla barnabóta mið af fjölda barna í lok síðastliðins árs og hafa foreldrar janúarbarna því þurft að bíða í þrettán mánuði eftir fyrstu greiðslu barnabóta í febrúar ári síðar. Nú mun þessi biðtími verða að hámarki fjórir mánuðir.

Barnabætur verða fyrirframgreiddar á fæðingarári barns - Skessuhorn