
Varað við veðri þegar líður á daginn
Vaxandi suðaustanátt verður í dag og fer að snjóa suðvestantil seinnipartinn. Hvassviðri eða stormur í kvöld og snjókoma eða rigning sunnan- og vestanlands. Mun hægari um landið norðaustanvert, þurrt og talsvert frost. Lægir og styttir upp á Vesturlandi í nótt. Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út um um mestallt land í dag frá Vestfjörðum, suður með landinu og til Hafnar í Hornafirði. Það gengur í suðaustan hvassviðri eða storm með snjókomu og skafrenningi seinnipartinn í dag á sunnan- og vestanverðu landinu. Á spásvæðunum Breiðafirði og Faxaflóa er gert ráð fyrir 15-23 m/sek, snjókomu og skafrenningi. Búast má við lélegu skyggni, versnandi aksturskilyrðum og færð, einkum á fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.