Fréttir
Ljósin tendruð á jólatrénu. Ljósm. Oddný Kristín.

Jólagleði á Hvanneyri

Um liðna helgi var mikil jólagleði á Hvanneyri. Dagskráin hófst á föstudagskvöld þegar Kvenfélagið 19. júní hélt sitt árlega jólabingó. Á laugardag var jólamarkaður í Halldórsfjósi, Reykholtskórinn tók nokkur lög, ljósmyndarinn Steinunn Þorvaldsdóttir mætti með myndavélina og gátu gestir farið í myndatöku í íþróttahöllinni. Björgunarsveitar- og slökkviliðsfólk var á svæðinu og sýndi ýmsan búnað en einnig mættu nokkrir jólasveinar. Í lok dags var svo notaleg hugvekja og söngur í Hvanneyrarkirkju og í kjölfarið var tendrað á ljósum jólatrés sem stendur við hlið Hvanneyrarkirkju.

Jólagleði á Hvanneyri - Skessuhorn