
Jólatréð í Skallagrímsgarði í Borgarnesi.
Aðventuhátíð í Borgarnesi
Kveikt var á ljósum jólatrés í Skallagrímsgarði í Borgarnesi í gær. Nóg var af kakói og smákökum en nemendur úr Grunnskóla Borgarness og Grunnskóla Borgarfjarðar sáu um veitingar. Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri hélt jólahugvekju áður en ung börn úr forskóladeild og hljóðfæraforskóla Tónlistarskólans fluttu jólalög. Hanna Ágústa Olgeirsdóttir flutti nokkur jólalög við undirspil Jónínu Ernu Arnarsdóttir. Úkraínska söngkonan Anna Vasylchenko söng jólalög sem slógu í gegn en á eftir henni kom söngkonan Stefanía Svavarsdóttir og flutti nokkur lög. Jólasveinarnir mættur svo á svæðið og tendruðu á ljósum á jólatrénu í Skallagrímsgarði.