
Ísak Örn Baldursson með boltann í leiknum. Ljósm. Bæring Nói.
Snæfell með mikla yfirburði gegn KV
Snæfell tók á móti KV frá Reykjavík í gærkvöldi í Stykkishólmi en þetta var fyrsti leikur 9. umferðar í 1. deild karla í körfubolta. Snæfell byrjaði leikinn af miklum krafti og komst fljótlega í 7:0 en gestirnir úr Vesturbænum rönkuðu við sér og var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta. Baldur Þorleifsson var við stjórnvölinn hjá liði Snæfells en Gunnlaugur Smárason var í leikbanni. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 22:18 fyrir Snæfelli og því mjótt á mununum.