
Ljósakrossar Lionsklúbbsins á aðventunni
„Ágætu Akurnesingar og aðrir velunnarar Lionsklúbbs Akraness! Nú fer að líða að aðventunni og þá hefjumst við Lionsmenn handa í kirkjugarðinum. Að þessu sinni byrjum við laugardaginn 30. nóvember og verðum í garðinum frá kl. 11 til 15.30. Því næst sunnudaginn 1. desember frá kl. 13.00 til 15.30. Við verðum síðan laugardaginn 7. desember frá kl. 13.00. – 15.30. Einnig er hægt að hafa samband við Ólaf Grétar Ólafsson s. 844-2362 oligretar@aknet.is og Valdimar Þorvaldsson s. 899-9755 valdith@aknet.is
Eins og í fyrra þá bjóðum við upp á þá þjónustu að setja krossa í kirkjugarðinn að Innra-Hólmi og er fólki bent á að hafa samband við Gunnar Frey Hafsteinsson s. 898-4644. Verðið á krossinum verður kr. 9.000. Ekki liggur fyrir hvaða gjafir Heilbrigðisstofun Vesturlands fær frá okkur, en við erum þegar búnir að styrkja Mæðrastyrksnefnd Akraness um 250.000 krónur. Nú erum við búnir að leggja jarðstreng í garðinn og að venju endurnýjum við þá krossa sem þörf er á. Með ykkar stuðningi höfum við getað styrkt ýmsa aðila og síðastliðin fimm ár höfum við veitt styrki upp á rúmar 3,7 milljónir króna. En aðal málið er að styrkja tækjakaup Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi og síðastliðin fimm ár höfum við veitt rúmum 24 milljónum í það verkefni og er það allt með ykkar stuðningi við kirkjugarðsverkefnið okkar. Hafið öll bestu þakkir fyrir.“
-fréttatilkynning