
Sigurður Júlíusson og Aron Dagur Guðmundsson dreifðu súkkulaði. Ljósm. hig
Kósíkvöld í Hyrnutorgi
Margt var um manninn í gærkveldi þegar verslunarkjarninn Hyrnutorg í Borgarnesi var með svokallað kósíkvöld en verslanir voru þar með lengri opnunartíma og var víða að finna kynningar og tilboð á ýmsum vörum. Freyjukórinn kom saman og söng nokkur lög en einnig stigu á stokk Bara kórarnir. Skógræktarfélag Borgarfjarðar var með jólatré til sölu en einnig kynningu á starfsemi sinni. Gestir nutu upphafs aðventunnar inn í Hyrnutorgi en boðið var upp á ljúfmeti, heitt kakó var á könnunni og vinalegt viðmót verslunaraðila.