Fréttir
Tíu oddvitar flokkanna í Norðvesturkjördæmi. Ljósm. mm

Kosið verður til Alþingis á morgun

Þjóðin velur sér fulltrúa á Alþingi Íslendinga á morgun, laugardag. Á landsvísu eru tíu framboð sem bjóða fram krafta sína. Ef eitthvað er að marka skoðakannanir sem birst hafa má búast við talsverðum sviptingum í fylgi flokka. Fráfarandi ríkisstjórnarflokkar eiga í vök að verjast og róa jafnvel lífróður til að fá lágmarksfylgi. En það eru ekki skoðanakannanir sem gilda, það eru atkvæðin sem upp úr kjörkössunum verða talin sem gera það. Rík áhersla er til að hvetja alla til að nýta lögvarinn rétt sinn og kjósa.

Kosið verður til Alþingis á morgun - Skessuhorn