Fréttir
Ný stjórn golfklúbbsins stillti sér upp. Frá vinstri: Ruth, Theodór, Jóhannes, Elísabet, Hróðmar og Óli Björgvin. Ljósm. Leynir

Golfklúbburinn Leynir hélt aðalfund

Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis á Akranesi fór fram á miðvikudaginn að Garðavöllum og var mjög góð mæting á fundinn.  Sú breyting varð á stjórn klúbbsins að Freydís Bjarnadóttir, Ella María Gunnarsdóttir og Ísak Örn Elvarsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Hróðmar Halldórsson verður áfram formaður og Óli Björgvin Jónsson og Ruth Einarsdóttir halda áfram í stjórn en Theodór Hervarsson, Elísabet Sæmundsdóttir og Jóhannes Elíasson koma ný inn.

Golfklúbburinn Leynir hélt aðalfund - Skessuhorn