
Lið UMFG stillti sér upp í myndatöku fyrir leik liðsins á laugardaginn. Ljósm. tfk
UMFG tapaði fyrir toppliðinu
Meistaraflokkur UMFG í blaki kvenna tók á móti toppliði Ýmis í Íþróttahúsi Grundarfjarðar síðasta laugardag. Stelpurnar í UMFG mættu ákveðnar til leiks og byrjuðu fyrstu hrinuna af krafti en þær komust í 4-0 áður en gestirnir í Ými komust á blað. UMFG leiddi svo hrinuna allan tímann og voru komnar í 23-19 áður en gestirnir tóku af skarið. Ymiskonur skoruðu síðustu sex stigin og hreinlega stálu hrinunni 23-25 og komust í 1-0 forystu. Þetta virtist hafa slegið heimakonur aðeins út af laginu því þær sáu aldrei til sólar í annarri hrinu. Gestirnir skoruðu fimm fyrstu stigin áður en heimakonur fengu stig. Ýmiskonur héldu forystunni allan tímann og kláruðu aðra hrinuna 12-25 og komust í 2-0.