Fréttir
Kindur á hlaupum. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti,

Hundar ganga lausir og hafa drepið fjölda fjár

Í gær uppgötvaðist að hundar hafa gengið lausir í fjárhópum bænda í Borgarfirði og ýmist drepið kindur eða flæmt þær út í skurði. Á bænum Höll í Þverárhlíð fann Grétar Þór Reynisson bóndi níu dauðar kindur síðdegis í gær og eina til viðbótar helsærða. Aðfarirnar segir hann gjörólíkar því þegar tófa leggst á fé og telur fullvíst að hundar hafi verið á ferð. Þekkt er að þegar tveir eða fleiri hundar ganga lausir geti þeir átt það til að leggjast á fé. Grétar í Höll segir aðfarirnar hafa verið skelfilegar en fé frá honum hefur flest gengið í hálsinum ofan við bæinn. Sumar ærnar segir hann hafa verið flæmdar út í læk og drukknað en aðrar verið bitnar. Vísbendingar eru um að hundarnir hafi einnig gert usla í fé á fleiri bæjum. Meðal annars á Glitstöðum í Norðurárárdal og Högnastöðum í Þverárhlíð.

Hundar ganga lausir og hafa drepið fjölda fjár - Skessuhorn