
Á hrekkjavökurúnti. Texti og myndir: vaks
Ýmsar verur á ferli á Hrekkjavöku í leik- og grunnskólum á Akranesi – Myndasyrpa
Það var smá hrollur í blaðamanni Skessuhorns, og ekki bara vegna kuldans, þegar hann kíkti í heimsókn í morgun í nokkra leik- og grunnskóla á Akranesi. Fyrst var ferðinni heitið í leikskólann Vallarsel, síðan á Teigasel og svo í Brekkubæjarskóla. Síðasti viðkomustaður var Grundaskóli þar sem alls konar verur voru á ferli og mikið lagt upp úr deginum. Blaðamaður náði að smella fullt af myndum af hræðilegum verum og öðrum í bland á ferð sinni.