Fréttir
Við þennan gjörning sló þögn á sal Hjálmakletts. Ljósmyndir. hig

Leikskólabörn fylgdust agndofa með verðlauna óperu í Borgarnesi

Tónlistarskóli Borgarfjarðar bauð öllum nemendum leikskóla Borgarbyggðar upp á fallega fjölskyldusýningu í gær í Hjálmakletti í Borgarnesi. Hópurinn sem stóð að sýningunni heitir Cie Minute Papillion og kemur alla leið frá Frakklandi. Sýningin ber nafnið Eggið en hún hefur hlotið mikið lof víða um lönd. Hún hentar áhorfendum á öllum aldri og af ólíkum uppruna enda spilar tungumál ekki hlutverk í sýningunni heldur tónlistin, forvitnin og uppgötvanir. Sýningin var tilnefnd sem besta óperuuppfærslan fyrir unga áheyrendur á Yam – verðlaunahátíðinni árið 2019.

Leikskólabörn fylgdust agndofa með verðlauna óperu í Borgarnesi - Skessuhorn