Fréttir
Eyjólfur Ármannsson alþingismaður skipar oddvitasætið eins og síðast.

Flokkur fólksins í Norðvesturkjördæmi birtir framboðslista sinn

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, leiðir áfram lista flokksins. Annað sætið skipar Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri, fyrrverandi alþingismaður VG. Í þriðja sæti er Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi.

Listann skipa:

1. Eyjólfur Ármannsson, alþingismaður, Hrafnabjörgum Þingeyri

2. Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður og fyrrv. alþingismaður, Suðureyri

3. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps

4. Heiða Rós Eyjólfsdóttir, tanntæknir og hársnyrtir, Blönduósi

5. Kristján Andri Guðjónsson, forstöðumaður Ísafjarðarbæ

6. Snorri Snorrason, skipstjóri, Sauðárkróki

7. Valda Brokane, skipstjóri, Suðureyri

8. Guðni Már Lýðsson, formaður Smábátafélagsins Skalla, Skagaströnd

9. Dagný Ósk Hermannsdóttir, deildarstjóri eldhúss Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Stykkishólmi

10. Hafþór Guðmundsson, strandveiðimaður, Þingeyri

11. Svanur Grétar Jóhannsson, sjómaður, Stykkishólmi

12. Ágúst Heiðar Ólafsson, kerfóðrari Grundartanga, Akranesi

13. Hermann Jónsson Bragason, vélstjóri, Stykkishólmi

14. Andrea Þórunn Björnsdóttir, frumkvöðull í góðgerðarmálum, Akranesi.