Fréttir

Ekki verður af samruna Skel og Samkaupa

Undanfarna mánuði hafa Samkaup hf. og Skel fjárfestingarfélag hf. átt í samningaviðræðum um samruna Samkaupa og tiltekinna dótturfélaga Skel, þ.e. Orkunnar og Heimkaupa. „Á síðustu vikum hafa komið fram upplýsingar og upp komið atvik sem hafa orðið til þess að upphaflegar forsendur samruna félaganna voru teknar til endurskoðunar. Niðurstaða þeirra skoðunar var að skynsamlegast væri fyrir fyrirtækið og hluthafa að viðræðum væri hætt og var það samþykkt á stjórnarfundi Samkaupa í gær,“ sagði í tilkynningu frá Samkaupum.

Ekki verður af samruna Skel og Samkaupa - Skessuhorn