Fréttir
Akrafjallsvegur lokaður mánudag. Grænmerkt er hjáleið sem hægt verður að fara.

Akrafjallsvegur lokaður á mánudag vegna framkvæmda

Á morgun, mánudaginn 7. október, verður Akrafjallsvegur (51-01) lokaður á milli hringtorgs við Hvalfjarðargöng og Akraness vegna malbiksviðgerða. Merkt hjáleið verður um hringveg og Akrafjallsveg (51-02) skv. meðfylgjandi korti. Verktakinn áætlar að framkvæmdirnar standi frá kl. 9:00 til kl. 18:00. „Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.“

Akrafjallsvegur lokaður á mánudag vegna framkvæmda - Skessuhorn