
Gabríel Snær og Ingi Þór með verðlaunin. Ljósm. kfía
Lokahóf yngri flokka ÍA
Á fimmtudaginn fór fram lokahóf yngri flokka ÍA í knattspyrnu í Akraneshöll. Þar komu iðkendur frá 3. flokki og yngri saman og gerðu sér glaðan dag. Iðkendur gátu boðið foreldrum og systkinum að koma, bregða sér á leik og fá grillaðar pylsur. Nokkur hundruð manns komu og voru grillaðar yfir 500 pylsur en þetta kemur fram á FB síðu KFÍA.