Fréttir
Páll S Brynjarsson kynnti áherslur SSV í vegamálum í landshlutanum. Ljósm. aðsendar

Þingmenn hittu sveitarstjórnarfólk í kjördæmaviku

Kjördæmaviku er nú að ljúka en hefð er fyrir því að alþingismenn heimsæki kjördæmi sín og taki samtal við íbúa. Einn slíkur fundur var fyrir fulltrúa sveitarfélaga síðastliðinn miðvikudag og fór hann fram í Borgarnesi. Þangað mættu fulltrúar allra sveitarfélaga á Vesturlandi auk landshlutasamtakanna. Sex af átta þingmönnum Norðvesturkjördæmis mættu á fundinn og áttu að sögn Páls S Brynjarssonar framkvæmdastjóra SSV ágætt spjall við sveitarstjórnarfólk. Vegamál og forgangsröðun fjárveitinga bar hæst á fundinum, en auk þess var m.a. rætt um löggæslumál, stuðning við heilbrigðisstofnanir í landshlutanum og mögulega fjölgun hjúkrunar- og dagvistunarrýma á hjúkrunarheimilum. Þá barst í tal uppbygging nýrrar björgunarmiðstöðvar við Fitjar í Borgarnesi þar sem lögregla og slökkvilið gætu átt farsælt samneyti við hlið nýrrar björgunarmiðstöðvar Brákar.

Þingmenn hittu sveitarstjórnarfólk í kjördæmaviku - Skessuhorn