Fréttir
Byssuskápur þessi fæst í Veiðihorninu. Ljósm. Veiðihornið

Nær allir skotvopnaeigendur standa sig vel í vörslu skotvopna

Lögreglan á Vesturlandi vekur í FB færslu sinni athygli skotvopnaeigenda á breyttri löggjöf um vörslu skotvopna. „Með breytingum á vopnalögum sem tóku gildi í byrjun árs varð öllum eigendum skotvopna skylt að geyma þau í samþykktum læstum hirslum án tillits til hversu mörg skotvopn er um að ræða.“ Þá bættist við nýtt ákvæði sem segir að skotvopn skuli geymd á lögheimili eiganda. Skotvopnaeigendur með sama lögheimili mega semsagt samnýta skáp en aðrir ekki.