
Bára Daðadóttir verkefnisstjóri farsældarmála hjá SSV.
Bára ráðin verkefnastjóri farsældarmála hjá SSV
Gengið hefur verið frá ráðningu Báru Daðadóttur félagsráðgjafa á Akranesi í starf verkefnastjóra farsældarmála hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Fram kemur á upplýsingasíðu SSV að Bára hafi verið valin úr hópi níu umsækjenda en hlutverk hennar verður að hafa umsjón með innleiðingu farsældarlaga hjá sveitarfélögunum á Vesturlandi. SSV ritaði undir samstarfssamning þess efnis við mennta- og barnamálaráðherra á Farsældardeginum á Vesturlandi síðastliðið vor. Auk þess mun Bára sinna öðrum verkefnum eins og Ungmennaráði Vesturlands og samstarfsverkefninu Öruggara Vesturland, átaksverkefni gegn heimilisofbeldi á Vesturlandi.