
Svipmynd frá viðureign Skallagríms og ÍA. Orri Jónsson og Júlíus Duranona eigast við. Ljósm. úr safni/ glh.
Körfuboltatímabilið að hefjast – Rætt við þjálfara Vesturlandsliðanna
Körfuboltatímabilið hefst 4. október næstkomandi þegar 1. deild karla og 1. deild kvenna fer af stað. Þrjú lið af Vesturlandi keppa í 1. deild karla og eitt lið í 1. deild kvenna. Skessuhorn hafði samband við þjálfara liðanna og fór yfir komandi tímabil.