Íþróttir
Fyrirliðarnir Viktor Jónsson og Guðmundur Kristjánsson að kljást í leiknum. Ljósm. Hafliði Breiðfjörð/fotbolti.net

Veik von um Evrópusæti hjá ÍA eftir tap gegn Stjörnunni

Stjarnan og ÍA áttust við í annarri umferð efri helmings Bestu deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var viðureignin á Samsungvellinum í Garðabæ. Aðstæður til að leika knattspyrnu voru með besta móti, kalt en lítill vindur og stemningin afar góð hjá þeim rúmlega sex hundruð áhorfendum sem létu vel í sér heyra nánast allan tímann. Það var mikið undir í leiknum því liðið sem myndi taka öll þrjú stigin í leiknum yrði einu eða tveimur stigum á eftir Val í baráttu um þriðja sætið sem gefur þátttökurétt í Sambandsdeild Evrópu á næsta ári en jafntefli hefði gefið liðunum lítið.