Fréttir
Svipmynd frá íbúaþingi í Dalabyggð. Ljósm. Kristján Þ. Halldórsson.

Byggðastofnun eykur fjárframlög til Brothættra byggða

Stjórn Byggðastofnunar samþykkti á fundi sínum 26. september síðastliðinn að veita 135 milljóna króna viðbótarfjárframlagi inn í verkefnið Brothættar byggðir. Það er gert til að auka viðspyrnu í byggðarlögum sem þykja vera í vörn. Framlagið skiptist á þrjú ár, 2025-2027. Viðbótin verður nýtt til þess að fjölga þátttökubyggðarlögum, lengja gildistíma nýrra samninga og auka þannig stuðning við frumkvæðisverkefni. Þá verður nú tveimur fyrrum þátttökubyggðarlögum, sem áfram eru í varnarbaráttu, boðið til samstarfs í tilrauna- og átaksverkefni til að fylgja eftir árangri í þeim byggðarlögum.

Byggðastofnun eykur fjárframlög til Brothættra byggða - Skessuhorn