Fréttir

Árvekniátak Krabbameinsfélagsins hafið – Bleika slaufan komin í sölu

Í dag, þriðjudaginn, 1. október hefst árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, Bleika slaufan. Í ár beinir Krabbameinsfélagið athyglinni að aðstandendum undir slagorðinu „Þú breytir öllu.“  Slaufan í ár er fagurbleikur og skínandi blómakrans fléttaður úr þremur nýútsprungnum blómum. Kransinn samanstendur af vafningum sem vefjast um hvern annan og tákna þannig þá umhyggju og stuðning sem við njótum flest á erfiðum tímum. Styrkurinn felst í samstöðu okkar - saman erum við sterkari. Hönnuður Bleiku slaufunnar 2024 er Sigríður Soffía Níelsdóttir. Verkefnið hefur persónulega þýðingu fyrir hana, en hún greindist með brjóstakrabbamein árið 2020.

Árvekniátak Krabbameinsfélagsins hafið - Bleika slaufan komin í sölu - Skessuhorn