Fréttir
Nýja Björgin er hér að nema land. Ljósm. Landsbjörg

Ný Björg komin til landsins

Upp úr hádegi í dag var Björg, nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hífð frá borði Brúarfoss, skipi Eimskipafélagsins í Sundahöfn. Björg er fjórða skipið í nýsmíðaverkefni Landsbjargar og mun leysa af hólmi skip með sama nafni í rekstri Lífsbjargar í Rifi á Snæfellsnesi. Það skip var smíðað árið 1988 og er því orðið 36 ára gamalt.

Ný Björg komin til landsins - Skessuhorn