
Verðlaunahafar í Spretti og sigurverarar í Einpúttaranum og Framfarabikarnum. Ljósm. Sigurjón Guðmundsson
Kjötsúpuveisla eftir árangursríkt púttsumar
Pútthópur Borgarbyggðar hefur æft af krafti allt þetta ár tvisvar í viku. Ef mótin eru talin með hefur hópurinn leikið saman 76 sinnum á árinu. Ingimundur Ingimundarson þjálfari og stjórnandi starfseminnar segir að síðasta æfingin fyrir hálfsmánaðar hlé hafi farið fram að Hamri á fimmtudaginn með einpútts útsláttarkeppni. Þessi keppni hefur hlotið nafnið Spretttur innan hópsins.