
Skallagrímur mætir Snæfelli á heimavelli í 32ja liða úrslitum VÍS bikarsins. Ljósm. Skallagrímur körfubolti.
Vesturlandsslagur í bikarkeppninni og Skagamenn mæta Skagfirðingum
Dregið var í 32ja liða úrslit VÍS bikars karla í körfuknattleik í Laugardalnum í dag. Alls eru 16 lið skráð til leiks í VÍS bikar kvenna og var því ekki dregið í 32ja liða úrslit en dregið verður í 16 liða úrslit karla og kvenna 23. október.