
Efstu karlar í flokki 70-79 ára. Steinn Mar Helgason átti besta skor dagsins. Ljósm. Sigurjón Guðmundsson
Blíðskaparveður á Opna septemberpútti
Hið árlega Opna septemberpútt fór fram í fjórða sinn fimmtudaginn 12. september sl. að Hamri í Borgarnesi. Mótið fer ætíð fram á öðrum fimmtudegi í september og er eina púttmótið sem keppt er eftir aldursflokkum. Veðrið lék við keppendur eins og ætíð þegar mótið hefur verið haldið. Keppendur voru 30 frá þremur félögum.