
Bleiku Gellurnar. Ljósmyndir: Oddný Kristín Guðmundsdóttir
Fjölmenni skemmti sér á árlegu Sverrismóti – Myndasyrpa
Margt var um manninn á Hvanneyri á sunnudaginn en þá fór fram Sverrismót í knattspyrnu. Mótið er árlegt, haldið af Ungmennafélaginu Íslendingi, til minningar um Sverri Heiðar Júlíusson íþrótta- og æskulýðsleiðtoga á Hvanneyri. Mótið var fyrst sett á laggirnar árið 2009 og hefur síðan fest sig í sessi að frátöldu einu ári. Ungir sem aldnir tóku þátt og létu ekki smá úrkomu trufla skemmtunina. Meðfylgjandi eru liðamyndir frá því á sunnudaginn.