Íþróttir
Skallagrímsmenn eru að margra mati með flottustu varatreyjur landsins sem þeir klæðast hér á myndinni. En um næstu helgi gæti hlutskipti þeirra orðið að falla niður í fimmtu deild sem væri mikil synd fyrir þetta sögufræga félag. Ljósm. Elvar Atli Guðmundsson

Naumt tap Skallagríms gegn Árborg

Árborg og Skallagrímur áttust við í lokaumferð 4. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var viðureignin á Jáverk-vellinum á Selfossi. Það var ansi mikið undir í þessum leik hjá báðum liðum. Skallagrímur gat með sigri tryggt sæti sitt í deildinni á meðan lið Árborgar er í harðri toppbaráttu við Ými og um sæti í 3. deild á næstu leiktíð. Gestirnir úr Borgarnesi byrjuðu betur og fyrirliðinn Elís Dofri Gylfason átti skot í stöng eftir hornspyrnu. Þeir fengu tvö færi til viðbótar áður en Sigurður Arnar Sigurðsson kom Skallagrími yfir eftir tæplega hálftíma leik. Hann fékk boltann á hægri kantinum, tók þríhyrning við Elís Dofra og skaut þrumuskoti fyrir utan teig í nærhornið sem markvörður Árborgar réð alls ekki við. Aðeins sjö mínútum síðar jafnaði hins vegar Elvar Orri Sigurbjörnsson metin fyrir heimamenn og staðan í hálfleik hnífjöfn, 1-1.

Naumt tap Skallagríms gegn Árborg - Skessuhorn