Íþróttir
Hjörtur ánægður með draumahöggið. Ljósm. Leynir

Hjörtur fór holu í höggi á Garðavelli

Skagamaðurinn og hinn næstum fimmtugi Hjörtur Júlíus Hjartarson fór á dögunum holu í höggi á Garðavelli á Akranesi. Hjörtur, sem er félagsmaður í Golfklúbbnum Leyni, náði draumahögginu á þriðju holu vallarins og er þar með orðinn félagi í Einherjaklúbbi Íslands.

Hjörtur fór holu í höggi á Garðavelli - Skessuhorn