
Drífa, önnur frá vinstri, í góðum félagsskap á mótinu. Ljósm. bsí
Drífa þrefaldur Evrópumeistari í badminton
Drífa Harðardóttir frá Akranesi náði þeim frábæra árangri að verða þrefaldur Evrópumeistari í badminton á Evrópumótinu í flokki 35 ára og eldri sem fram fór í Belgíu 25. til 31. ágúst síðastliðinn. Drífa keppti í öllum þremur greinunum; einliða- tvíliða- og tvenndarleik, og sigraði í þeim öllum.