
Dalrós Líf og Aron Snær með æðarfuglinn Dúdú. Ljósm. vaks
Tóku að sér æðarfugl í fóstur
Kærustuparið Aron Snær Einarsson og Dalrós Líf Richter frá Akranesi eru stoltir fósturforeldrar æðarfugls sem þau hafa haft hjá sér undanfarinn einn og hálfan mánuð. Blaðamaður Skessuhorns hitti á þau á Langasandi í liðinni viku og fékk að heyra söguna og fylgjast með þeim fara út í sjó með fuglinn, sem þau nefna Dúdú, til að gefa honum að borða og taka hann í smá sundsprett.