
Tæplega milljón mjólkurlítrar skiptu um eigendur á kvótamarkaði
Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn á mánudaginn, 2. september. Matvælaráðuneytinu bárust 46 gild tilboð um kaup og sölutilboð voru 27. Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 398 kr. fyrir hvern lítra. Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverðið 265 kr./ltr. Fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði var 15 en ellefu tilboð voru hærri. Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 1.435.587 lítrar, en óskað var eftir kaupum á nánast sama magni eða 1.401.020 lítrum. Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 948.900 lítrar að andvirði 251.458.500 kr.