Fréttir

Strekkingsvindur í dag – hvassast á norðanverðu Snæfellsnesi

Á norðanverðu Snæfellsnesi verða snarpar vindhviður fram eftir degi í dag og síðan aftur í nótt og í fyrramálið. Þá segir í ábendingum Vegagerðarinnar að hlýr vindurinn í SV-áttinni í fyrramálið og framan af morgundeginum verði einkar byljóttur um norðvestanvert landið. Það á ekki síst við um Strandir, Skagafjörð og Eyjafjörð þar sem hviður geta hæglega farið staðbundið yfir 35 m/s.

Strekkingsvindur í dag - hvassast á norðanverðu Snæfellsnesi - Skessuhorn