Fréttir
Vesturlandsdeild FKA heimsótti Hvammsvík í apríl á þessu ári, borðaði saman, skemmti sér með Helgu Brögu og fór í böðin. Ljósm. aat.

Konur fyrir konur – Öflugur félagsskapur Vesturlandsdeildar FKA

Aðalfundur Vesturlandsdeildar FKA verður haldinn í dag, fimmtudaginn 12. september klukkan 18, í Landnámssetrinu í Borgarnesi. FKA er félag fyrir konur sem eru ýmist stjórnendur, leiðtogar og/eða starfsmenn í íslensku atvinnulífi. Félagið vinnur með aðilum á vinnumarkaði; fyrirtækjum, félagasamtökum og hinu opinbera að því að efla og benda á þátt kvenna í stjórnum eða stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Einkunnarorðin eru tengslanet, hreyfiafl og sýnileiki. Félagið stendur fyrir viðburðum, fræðslu, veitir ráðgjöf og knýr fram breytingar á lögum og venjum til að gæta jafnvægis og fjölbreytileika innan atvinnulífsins. Félagið var stofnað árið 1999.

Konur fyrir konur - Öflugur félagsskapur Vesturlandsdeildar FKA - Skessuhorn