
Gróa Finnsdóttir hefur nú sent frá sér nýja bók.
Sögusvið Eyja er Breiðafjörður og Stykkishólmur
Gróa Finnsdóttir hefur sent frá sér nýja bók, en hún nefnist Eyjar. Það er Bókaútgáfan Sæmundur sem gefur út. „Fyrir þremur árum síðan gaf ég út bókina Hylinn sem gerist að mestu í Borgarnesi og fékk hún frábæra dóma. Sögusvið Eyja er hins vegar innanverður Breiðafjörður og Stykkishólmur líka að hluta,“ segir Gróa í samtali við Skessuhorn.