
Eygló Ólafsdóttir afhenti Guðrúnu Garðars bikar fyrir besta skor á mótinu en hún er jafnframt fyrsta konan til að hreppa Kormáksbikarinn.
Héldu golfmót Kormáks á Glannavelli
Síðastliðinn sunnudag var haldið endurvakið golfmót Golfklúbbsins Kormáks (not open) á Glannavelli í Norðurárdal. Kormákur er frá Hvammstanga og er hópurinn sem kemur saman á vegum félagsins allur með rætur í Húnaþingi vestra. Mótið var nú haldið í áttunda skipti en hefur oftast verið spilað á Garðavelli á Akranesi.