
Sölvi Snorrason er kominn með 12 mörk í deildinni í sumar. Hér er hann að leika á varnarmenn Kríu á Skallagrímsvelli.
Skallagrímsmenn óhressir með jafntefli
Skallagrímur fór í gærkveldi og sótti stig gegn næst efsta liði 4. deildar karla í knattspyrnu, Ými. Leikið var í Kórnum í Kópavogi. Skallagrímur er í harðri botnbaráttu og er því hvert stig mikilvægt, nú þegar þrjár umferðir eru eftir hjá flestum liðum í deildinni.