
Víkingur er í harðri baráttu um að komast upp í Lengjudeildina. Ljósm. tfk
Óvænt stórtap Víkings gegn liði KF
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Víkingur Ólafsvík mættust á Ólafsfjarðarvelli í 17. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn. Leikurinn var ansi mikilvægur fyrir bæði lið sem voru á sitt hvorum enda deildarinnar. Víkingur gat með sigri komist í 2. sætið en KF var í næstneðsta sætinu og fjórum stigum frá öruggu sæti. Víkingur hefur ekki átt góðu gengi að fagna á útivelli í sumar en þeir hafa aðeins unnið einn leik, gert fjögur jafntefli og tapað fjórum á meðan lið KF hafði unnið þrjá heimaleiki, gert tvö jafntefli og tapað þremur. Víkingur var með tvö töp á bakinu úr síðustu fjórum leikjum og KF var án sigurs í síðustu þremur.