
Bræðurnir Helgi Rafn og Sigurjón Logi voru báðir á skotskónum gegn KV. Hér ásamt Hektori Bergmann sem var ónotaður varamaður í leiknum. Ljósm. vaks
Fimmti sigur Kára í röð í þriðju deildinni
Kári og KV mættust í 3. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikið í Akraneshöllinni. Fyrir viðureignina var Kári í toppsæti deildarinnar með 39 stig eftir 16 leiki og hafði unnið síðustu fjóra leiki með markatölunni 12-0 á meðan KV var í 10. sæti með 15 stig og í harðri botnbaráttu.