
Verðlaunahafar ásamt mótsstjórum að móti loknu. Ljósm. hig
Heimafólk á Vesturlandi sigursælt á Íslandsmótinu í pútti 60+
Íslandsmótið í pútti 60 ára og eldri var haldið á púttvellinum við gamla bæinn á Hamri við Borgarnes í gær. Fyrir fram var gert ráð fyrir úrkomusömu veðri og var slegið upp samkomutjaldi frá UMSB til að keppendur gætu leitað skjóls. Veður var engu að síður þokkalegt, skiptist á með skúrum og súldarveðri. Þátttaka var góð en mótið undirbjuggu og stýrðu þeir Ingimundur Ingimundarson og Flemming Jessen.