
Tveir tapleikir hjá Víkingi en halda öðru sætinu
Víkingur Ólafsvík spilaði tvo útileiki vikuna sem Skessuhorn var í útgáfufríi. Liðið tapaði naumlega gegn Þrótti í Vogum 2:3 í leik sem fram fór Vogaídýfuvellinum 26. júlí sl. Eiður Jack Erlingsson skoraði fyrir Þrótt strax á 3. mínútu, en Gary Martin jafnaði metin fyrir Víking á 33. mínútu leiksins og var staðan jöfn í hálfleik. Þróttur skoraði næstu tvö mörk og komst í 3:1 með mörkum frá Hreini Inga Örnólfssyni og Jóhanni Þór Arnarsyni. Björn Axel Guðjónsson náði að minnka muninn fyrir Víking í 3:2 í uppbótartíma, en lengra komust þeir ekki og svekkjandi tap staðreynd.