
Hleðslugarður ON í Borgarnesi opnaður eftir helgina
Stór hleðslugarður á vegum Orku náttúrunnar verður opnaður við Digranesgötu 4 í Borgarnesi í næstu viku. Framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu mánuði og eru á lokastigi. Alls verða tólf tengi til staðar í sex hleðslustöðvum og svæðið verður að hluta til hugsað sem áfangastaður fyrir fjölskyldur, þar sem þar verður m.a. afmarkað leiksvæði fyrir börn auk bekkja og fræðsluskilta í samstarfi við sveitarfélagið. Staðsetningin er mjög hentug, við þjóðveg nr. 1.