Fréttir

Sögurölt í Ósdal í kvöld

Söfnin í Dölum og á Ströndum hafa undanfarin ár staðið saman að svokölluðum söguröltum yfir sumartímann. Eitt slíkt verður í kvöld miðvikudaginn 31. júlí kl. 19. Farið verður frá þjóðveginum eftir vegslóða fram með Ósá (rétt norðan Hólmavíkur) að Svartafljóti. Leiðin er því sem næst á jafnsléttu 2,5 km, fram og til baka. Sögumaður er Jón Jónsson þjóðfræðingur.

Sögurölt í Ósdal í kvöld - Skessuhorn