Fréttir

Góð þátttaka var í Pósthlaupinu

Pósthlaupið fór fram í þriðja sinn í Dölunum laugardaginn 27. júlí og að sögn skipuleggjenda  hjá Íslandspósti var metþátttaka að þessu sinni. Pósthlaupið er 50 km utanvegahlaup frá Hrútafirði yfir í Búðardal, það er gömul landpóstaleið með um 600 metra hækkun. Í boði er einnig að hlaupa hálfa leið, um 26 km eða síðasta spölinn í Búðardal, 7 km.

Góð þátttaka var í Pósthlaupinu - Skessuhorn