Fréttir
Sævar Jónsson blikksmiður á Akranesi með fallegan lax úr Hörðudalsá í Dölum. Veiðimenn þar hafa verið að fá mjög góða veiði. „Já, þetta var óvænt en meiriháttar. Við fengum 17 laxa og fjórar bleikjur allt á ýmsar flugur,“ sagði Sævar. „Ég hef veitt þarna oft áður og fer aftur í haust að veiða í henni. Stærsti fiskurinn var 82 sentimetrar hrygna og svo 75 sentimetra hængur.“

Mikið vatn og laxveiðin góð um vestanvert landið

Loading...